Gleipnir

Skálmöld Skálmöld

Undan loka fenrir fæddist
Fullur hroka víst var sagt
Er var þoka þá hann læddist
Þungbært ok á heiminn lagt

Nú var gaumur að því gefinn
Greri aumur hvolpur fljótt
Tíminn naumur, enginn efinn
Á hann tauminn þyrfti skjótt

Fyrstan læðing fengu goðin
Fenri þræðI komu á
Úlfur skæður, ljótur, loðinn
Leikinn bræðI sleit hann þá

Þegar drómi fenri festi
Falskan dóm þá úlfur hlaut
Því með klóm og þrumubresti
Nánan fróma fjötur braut

Kattarins dynur, konunnar skegg
Kynngi mína yfir legg
Bjarnarins sinar, bjargsins rætur
Bíðum nú í skjóli nætur
Fuglsins hráki, fisksins andi
Fyrir dverg er hægur vandi
Mánuð gekk um margar götur
Mér að launum varð sá fjötur

Fjöturinn er fjötum grennri
Fágæt, göldrótt dvergasmíð
Í lyngva þeir áður lögðu fenri
Laus hann nú veldur orrahríð

Hef ég í mínum höndum gleipni
Horfi á móti glyrnum tveim
Treysti á óðin, tý og sleipni
Takið mig þar og aftur heim

Fjöturinn er fjötum grennri
Fágæt, göldrótt dvergasmíð
Í lyngva þeir áður lögðu fenri
Laus hann nú veldur orrahríð

Hef ég í mínum höndum gleipni
Horfi á móti glyrnum tveim
Treysti á óðin, tý og sleipni
Takið mig þar og aftur heim

  1. Gleipnir
View all Skálmöld songs

Most popular topics in Skálmöld songs

Related artists

  1. Heathen Foray
    Heathen Foray
  2. TÝR
    TÝR
  3. Heidevolk
    Heidevolk
  4. Moonsorrow
    Moonsorrow
  5. Eluveitie
    Eluveitie
  6. Arkona
    Arkona
  7. Furor Gallico
    Furor Gallico
  8. TrollfesT
    TrollfesT